Auglýsing

Hollensk stjarna leikur í kvikmynd á Íslandi

Hollenska leikkonan, hönnuðurinn og mannréttindafrumuðurinn Yolanthe Sneijder-Cabau er stödd hér á landi að leika í kvikmynd. Erfitt hefur reynst að nálgast nánari upplýsingar um verkefnið en hún lék meðal annars í kvikmyndum á borð við Pan & Gain, með Mark Wahlberg og The Rock og Kidnapping Fred Heineken, sem skartar Sam Worthington í aðalhlutverki og verður frumsýnd á næsta ári.

Cabau birti mynd frá Íslandi á Instagram-síðu sinni á dögunum. Þá sagði hún á Twitter-síðu sinni frá því þegar hún kvaddi eiginamann sinn og bætti við að hún yrði í þrjár vikur að taka upp kvikmynd.

Eiginmaður Cabau er hollenski fótboltamaðurinn Wesley Sneijder, sem vann til bronsverðlauna á Heimsmeistaramótinu í fótbolta í sumar. Ísland leikur einmitt við Holland í október.

Yolanthe Sneijder-Cabau er stórstjarna í heimalandi sínu og hefur leikið bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún var kjörin kynþokkafyllsta kona Hollands af hollenskru útgáfu tímaritsins FHM árin 2006, 2007 og 2009. Þá stofnaði hún samtökin Free a Girl sem vinna að því að stöðva barnavændi. Samtökin hafa þegar hjálpað hundruðum stúlkna í Indlandi, Tælandi og Kambódíu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing