Holly Holm rotaði Rondu Rousey í bardaga um bantamvigtartitil UFC bardagasambandsins í Melbourne í Ástralíu í nótt. Talað er um óvæntustu úrslit sögunnar.
Holm sparkaði í Rousey og lét svo höggin dynja á henni þangað til dómarinn stöðvaði bardagann.
https://twitter.com/YotesHereToStay/status/665769243149922305?ref_src=twsrc%5Etfw
Holm rotaði Rousey í annarri lotu eftir að hafa unnið þá fyrstu örugglega. Enginn bjóst við að Rousey myndi tapa bardaganum en hún hefur unnið alla baragana sína í UFC með miklum yfirburðum. Hún hafði ekki einu sinni tapað lotu, fyrr en í nótt.
https://twitter.com/allelbows/status/665772900796903425?ref_src=twsrc%5Etfw
Rousey þurfti að fara á spítala eftir ósigurinn en Dana White, forseti UFC, sagði að meiðsli hennar væru ekki alvarleg.
Sjá einnig: Ronda Rousey svarar fyrir sig og skýtur föstum skotum til baka á Floyd Maywather