Auglýsing

Hollywood-stjörnur hætta stuðningi við Biden: George Clooney kallar eftir því að Biden taki ekki þátt í forsetakosningunum

George Clooney, sem hefur verið demókrati allt sitt líf, hefur snúið baki við forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, og kallar eftir því að hann dragi sig úr forsetakosningunum eftir hörmulega frammistöðu í kappræðum CNN sem fóru fram um daginn og einnig vegna þess að hann hefur áhyggjur af því hvort Biden geti yfir höfuð gegnt embætti í fjögur ár til viðbótar.

„En eina orrustuna sem hann getur ekki unnið er baráttan gegn tíma.“

Harðorð grein í New York Times

Hollywood stórstjarnan, sem hefur staðið fyrir fjáröflunum fyrir hinn 81 árs gamla Biden, sagði að hann geti ekki unnið „baráttuna gegn tíma“ í harðorðri grein í New York Times í morgun. Leikarinn fordæmdi einnig leiðtoga Demókrataflokksins fyrir að hunsa „hverja einasta viðvörunarmerki“ um hnignandi líkamlega og andlega heilsu Bidens og fyrir að reyna að verja slæma frammistöðu hans gegn Donald Trump.

Clooney bætti við að kjósendur demókrata „taka andköf eða lækka í hljóðinu hvenær sem við sjáum forsetann, sem við virðum, ganga af Air Force One eða ganga aftur að hljóðnemanum til að svara óundirbúnum spurningum.“

Clooney bætist þar með í hóp margra demókrata og stuðningsmanna Bidens sem hafa kallað eftir því að forsetinn dragi sig í hlé eftir ruglingslega og hikandi frammistöðu hans á CNN.

Ætlar ekki að fara neitt

Biden hefur fullyrt að hann ætli ekki að fara neitt og að hann muni enn sigra Trump í nóvember, en ummæli Clooneys eru gríðarlegt áfall fyrir hans umdeilda kosningabaráttu.

„Joe Biden er hetja; hann bjargaði lýðræðinu árið 2020. Við þurfum hann til að gera það aftur árið 2024,“ skrifaði leikarinn í grein sinni. Clooney, sem stóð fyrir stjörnum prýddri fjáröflun fyrir Biden í Los Angeles 16. júní, sagði að sá sem hann sá þar væri sami frambjóðandi og heimurinn sá í kappræðunum í síðustu viku.

Forsetinn hefur heiðrað Clooney fyrir stuðning hans, meðal annars með því að bjóða honum í Hvíta húsið fyrir Kennedy Center Honors í desember árið 2022.

„Ég elska Joe Biden. Sem öldungadeildarþingmann. Sem varaforseta og sem forseta. Ég tel hann vin minn, og ég trúi á hann. Trúi á hans karakter. Trúi á hans siðferði. Á síðustu fjórum árum hefur hann unnið margar af þeim orrustum sem hann hefur staðið frammi fyrir,“ skrifaði Clooney.

„En eina orrustuna sem hann getur ekki unnið er baráttan gegn tíma. Enginn okkar getur það. Það er hrikalegt að segja það, en Joe Biden sem ég var með fyrir þremur vikum á fjáröfluninni var ekki sami Joe „stórkostlegi Biden“ frá 2010. Hann var ekki einu sinni Joe Biden frá 2020. Hann var sami maðurinn og við öll sáum í kappræðunum,“ sagði hann.

George Clooney var heiðraður af Joe Biden um árið.

Langt samband Bidens og Clooneys

Biden og Clooney hafa lengi átt í góðu vinasambandi, frá dögum Bidens sem formaður utanríkisþjónustunefndar öldungadeildarinnar. Clooney vann að málum í Darfúr og tengdist honum. Forsetinn hefur heiðrað Clooney fyrir stuðning hans, meðal annars með því að bjóða honum í Hvíta húsið fyrir Kennedy Center Honors í desember árið 2022.

Clooney mikilvægur í Demókrataflokknum

Leikarinn hefur orðið mikilvægt afl í Demókrataflokknum, safnað milljónum fyrir frambjóðendur flokksins. Hann er talinn vera áhrifamikil rödd í bandarískum stjórnmálum. Fráhvarf Clooneys frá Biden getur einnig haft áhrif á fjárhag Demókrataflokksins. Hollywood fjárveitendur, með sína djúpu vasa, sögðust vera reiðir við kosningastjórann Jeffrey Katzenberg eftir frammistöðu Bidens í kappræðunum. Fjárveitendur, eins og margir stuðningsmenn Bidens, sögðust hafa fundist blekktir og sviknir um heilsu forsetans.

Clooney var sagður hafa hringt í einn af nánustu ráðgjöfum Bidens til að láta í ljós tilfinningar sínar. En hann stóð samt fyrir fjáröflun – ásamt leikkonunni Juliu Roberts og fyrrum forsetanum Barack Obama

Clooney hélt því fram að það væri mikilvægara að sigra Donald Trump í nóvember en að halda Biden á miðunum. „Leiðtogar flokksins okkar þurfa að hætta að segja okkur að 51 milljón manns hafi ekki séð það sem við sáum í beinni útsendingu. Við erum öll svo hrædd við þá stöðu ef Trump verður kosinn aftur að við höfum valið að hunsa hvert einasta viðvörunarmerki,“ skrifaði hann.

Ágreiningur milli Bidens og Clooneys

En Biden og Clooney hafa einnig lent í árekstrum í sambandi sínu. Leikarinn var sagður vera reiður við Hvíta húsið í byrjun júní eftir að Biden réðst á tilraun lögfræðingsins Amal sem einnig er eiginkona Clooneys, til að fangelsa forsætisráðherra Ísraels, eins og kom í ljós á fimmtudag. Amal Clooney skrifaði undir tilraun yfirhéraðssaksóknara Alþjóðlega glæpadómstólsins í síðasta mánuð en þá var leitast eftir því að handtaka Benjamin Netanyahu ásamt leiðtogum Hamas fyrir stríðsglæpi – aðgerð sem forsetinn fordæmdi sem „fáránlega.“

Clooney var sagður hafa hringt í einn af nánustu ráðgjöfum Bidens til að láta í ljós tilfinningar sínar. En hann stóð samt fyrir fjáröflun – ásamt leikkonunni Juliu Roberts og fyrrum forsetanum Barack Obama – síðar í sama mánuði sem hjálpaði til við að safna 30 milljónum dollara fyrir kosningabaráttu Bidens. Skuggi féll þó á fjáröflunina með spurningum um heilsu forsetans eftir að myndband virtist sýna Obama þurfa að leiða Biden af sviði.

Heilsuáhyggjur Hollywood

Í myndbandinu sjást þeir Biden og Obama veifa og brosa meðan þeir fá standandi lófatak í Peacock Theater í miðborg Los Angeles. Biden klappar og gefur áhorfendum þumalfingur upp en síðan hættir hann að hreyfa sig og starir út yfir hópinn í nokkrar langar sekúndur. Það var þá sem Obama, enn brosandi og veifandi, tók í úlnlið Bidens og gaf honum létt tog. Þá virðist forsetinn vakna til. Þeir halda áfram að ganga af sviðinu saman á meðan Obama talar í eyra Bidens. Þá sést Obama klappa Biden á bakið á meðan ganga burt.

Hvíta húsið kallaði myndbandið falsað. Embættismenn bentu einnig á að fjáröflunin átti sér stað daginn eftir að Biden sneri heim frá þátttöku á G7 fundinum á Ítalíu. Nokkrir áhrifamiklir demókratar hafa þegar sagt að Clooney hafi rétt fyrir sér.

„Ég hef áhyggjur,“ sagði Michael Douglas, langvarandi stuðningsmaður Bidens, í viðtali við sjónvarpsþáttinn The View. „Ég held að þetta sé alveg valid punktur,“ sagði hann um grein Clooneys.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing