Auglýsing

Holskefla svindlpósta frá glæpamönnum í nafni Íslandspósts: „Sent í löggusímann rétt í þessu“

Nú dynja yfir landsmenn holskefla svindlpósta í nafni Íslandspósts en svo virðist sem að erlendir glæpamenn geri engan greinarmun á símanúmerum almennra borgara og lögreglunnar. Lögreglan á Suðurnesjum fékk slík skilaboð á dögunum en greint er frá því á Facebook-síðu embættisins.

„Nei, þú verður að passa þig. Þetta er ekki að koma frá okkur.“

„Það er engin afsláttur gefinn af þessu svindl rugli, sent í löggusímann rétt í þessu. Vonandi eruð þið ekki að falla í þessa gryfju kæru vinir. Þetta er klárlega ekki sent frá Íslandspósti,“ segir á Facebook-síðu embættisins og lætur lögreglan skjáskot fylgja með. Þar sést greinilega að sendandinn er svo sannarlega ekki Íslandspóstur.

Sent á blaðamann Nútímans

Þá fékk blaðamaður Nútímans slík skilaboð en litlu mátti muni að hann félli í sömu gryfju og tugir landsmanna þ.e.a.s. að ýta á hlekkinn sem fylgir og fylla út hinar ýmsu persónuupplýsingar en svo ótrúlega vildi til að blaðamaðurinn var nýbúinn að leggja inn sendingu hjá Íslandspósti. Eitthvað þótti þetta þó skrítið og hafði blaðamaðurinn því samband við Íslandspóst til þess að fá aðstoð við að fylla út formið sem fylgdi frá netglæpamönnunum.

„Nei, þú verður að passa þig. Þetta er ekki að koma frá okkur. Ég að minnsta kosti sé ekki í kerfinu hjá okkur að við höfum verið að senda þér skilaboð,“ sagði starfsmaður Íslandspósts sem blaðamaður Nútímans ræddi við…og viti menn. Það var hárrétt. Þegar betur var að gáð kom í ljós að sendandinn var með tölvupóst sem hljómaði alls ekki eins og tölvupóstur frá Íslandspósti.

Farið varlega. Ekki opna neitt sem þið þekkið ekki og skoðið alltaf hvaðan umrædd smáskilaboð koma.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing