Auglýsing

Hörð samkeppni á Höfðanum: Lögðu þremur fyrirtækjabílum fyrir framan inngang samkeppnisaðilans

Það er ekki oft sem að samkeppnisaðilar eru með útibú bókstaflega við hlið hvors annars en sú er raunin uppi á Höfða en þar eru tvær verslanir sem sérhæfa sig sölu á nikótíntengdum vörum. Hingað til hefur friður og ró einkennt þessa sölustaði þegar það kemur að samkeppni en það breyttist í dag ef marka má ljósmyndir sem Nútímanum barst og voru teknar á Höfðanum í dag.

„Það er eiginlega fyndið að sjá þá alla hérna fyrir utan. Hvernig getur verslun sem telur örfáa fermetra verið með þrjá fyrirtækjabifreiðir…“

Þær verslanir sem um ræðir eru Svens og söluturninn King Kong en þær eru bókstaflega hlið við hlið eins og sést á meðfylgjandi myndum. Eitthvað virðast eigendur Svens vera ósáttir við King Kong því starfsmenn verslunarinnar tóku sig til og lögðu fyrirtækjabifreiðum fyrir framan inngang söluturnsins þrátt fyrir að næg bílastæði sé að finna við þennan litla verslunarkjarna.

Einhverjir myndu eflaust segja að þarna væri um að ræða bílastæði sem öllum væri frjálst að nota en þannig lítur ekki eigandi King Kong á þetta. Sá heitir Jón Þór Ágústsson en í samtali við Nútímann segir hann að útspil Svens sé ekkert annað en gremja vegna þess að hann bjóði upp á betri verð en stærsti nikótínsali höfuðborgarsvæðisins.

Engin tilviljun segir eigandinn

„Það er oft sem þeir hafa lagt beint fyrir framan búðina mína þó svo að það hafi verið næg bílastæði „þeirra megin“ en aldrei hafa þeir tekið sig til og lagt þremur bifreiðum fyrir framan innganginn hjá mér,“ segir Jón Þór sem furðar sig á þeim fjölda sem sést á ljósmyndinni sem Nútíminn birtir með frétt þessari.

„Það er eiginlega fyndið að sjá þá alla hérna fyrir utan. Hvernig getur verslun sem telur örfáa fermetra verið með þrjá fyrirtækjabifreiðir – það mætti halda að þetta væri aðalútibúið þeirra en svo er ekki. Þetta er eflaust minnsta verslunin þeirra hvað fermetrafjölda varðar,“ segir Jón Þór sem vill meina að þetta sé ekki tilviljun – þvert á móti.

„Nei. Ég væri allavega til í að heyra þá reyna að útskýra það,“ segir Jón Þór og hlær.

Ekki náðist í forsvarsmenn Svens í kvöld til þess að fá þeirra útskýringu á þeim fjölda bifreiða sem lagt er fyrir utan samkeppnisaðila þeirra á Höfðanum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing