Auglýsing

Hörð viðbrögð við sigri finnsku pönkarana

Sigur finnsku pönkarana í Pertti Kurikan Nimipäivä (PKN) í undankeppni Eurovision í Finnlandi hefur vakið mikla athygli.  Eurovision samfélagið virðist skiptast í fylkingar með og á móti laginu en ástæðurnar á bakvið eru misjafnar.

Eins og um flest framlög í keppninni eru skiptar skoðanir eru um sigur PKN í Eurovision-heiminum. Hljómsveitin spilar pönk, sigurlagið er óvenjustutt og meðlimirnir kynntust í menningarsmiðju fyrir fatlað fólk. Viðbrögðin hafa því verið óvenjuhörð.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir undir frétt um sigurinn á Eurovision-síðunni ESCToday, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, sem bendir til þess að fyrstu viðbrögð hafi verið ansi óhefluð.

Lesendur Eurovision-síðunnar Wiwibloggs skiptast hins vegar í fylkingar með og á móti hljómsveitinni. Áhangendur Eurovision taka keppnina mjög alvarlega Eurovision-spekingur sem Nútíminn ræddi við í dag sagði orðrétt að þetta væri grjótharður heimur.

Fjölmargir gagnrýna lagið sjálft og einhverjir telja að hljómsveitin hafi komist áfram vegna þess að meðlimir hennar eru fatlaðir. Aðrir taka hins vegar upp hanskann fyrir PKN og segja að hljómsveitin haldi á lofti skilaboðum um jafnrétti, eins og Conchita Wurst, sem vann í fyrra.

Lesandi sem kallar sig Marco segir það hryggja sig mikið að finnsku pönkararnir séu mögulegir sigurvegarar í lokakeppninni í Austurríki.

Ég meina, það er frábært að þessir gaurar hafi lagt þetta á sig og geti tekið þátt í Eurovision en við þurfum að vera raunsæ: Þetta lag er verra en lagið frá Kýpur.

Lesandinn Freyah segir það engu skipta að meðlimir hljómsveitarinnar séu fatlaðir. „Ekki frekar en að það breyti einhverju að Dana international sé trans eða Conchita sé skeggjuð kona. Þetta er tónlistarkeppni og þessi tónlist er hræðileg.“

Lesandinn JMH efast um að lagið sé löglegt og bendir á að samkvæmt reglum Eurovision eigi lög að vera á milli 2.45 og 3 mínútna löng.

Lesandinn YoungsterJoey segir hins vegar frábært að Finnland skuli vekja svona hörð viðbrögð. „Ég get ekki annað en helt upp á te og lesið þetta og viðbrögðin á Twitter. Guð blessi Eurovision-samfélagið.“

Lesandinn Violet tekur í sama streng og segir fyndið að sjá hvernig fólk bregst við sigrinum. „PKN eru frábærir!“

Hér má sjá hljómsveitina flytja sigurlagið í lokakeppninni í gær:

https://www.youtube.com/watch?v=DRbFndT7Qro

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing