Auglýsing

Hórmangarar í París undir smásjá lögreglunnar: Aukin vændisstarfsemi í borginni

Nú þegar hundruðir þúsunda ferðamanna streyma til Frakklands og höfuðborgarinnar Parísar vegna Ólympíuleikanna má gera ráð fyrir að sala á vændi í helstu stórborgum landsins aukist verulega. Það er að minnsta kosti það sem yfirvöld hafa áhyggjur af en þau hafa af því tilefni blásið til stórsóknar gegn „ólöglegri kynlífsstarfsemi.“
Stefnt er að því að draga úr starfsemi hórmangara – þá sérstaklega á vinsælum svæðum eins og  Bois de Vincennes, Bois de Boulogne og Belleville. Hér er sú áætlun sem franska lögreglan ætlar að vinna með næstu daga í tengslum við þetta átak:
1. Vegatálmar og vegaaðgerðir:
Til að stöðva og koma í veg fyrir ólöglega starfsemi mun lögreglan vera með sérstaka vegatálma auk þess sem aukinn viðvera lögreglu miðar að því að trufla starfsemi hórmangara á vinsælum götum.
2. Stofnun BRP:
Brigade de Répression du Proxénétisme (BRP) er sérstakt teymi á vegum lögreglunnar sem einbeitir sér að því að berjast gegn ólöglegri kynlífsstarfsemi. Þessir lögreglumenn munu vera mjög sýnilegir á svæðum þar sem mikil kynlífsstarfsemi á sér stað.
3. Eftirlit með næturklúbbum:
Annar hópur innan lögreglunnar hefur það verkefni að fylgjast með næturklúbbum og skemmtistöðum á borð við kabarettstaði. Þetta eftirlit miðar að því að framfylgja lögum gegn kynlífsstarfsemi og tryggja að þessi staðir fylgi lögum.
Eftir því sem Ólympíuleikarnir nálgast má búast við auknum öryggisráðstöfunum og mikilli viðveru viðbragðsaðila á lykilsvæðum í París og fleiri stórborgum. Markmiðið er að skapa öruggt umhverfi fyrir bæði íbúa og gesti og senda skýr skilaboð um að ólögleg starfsemi verði ekki liðin.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing