Uppfært 24.9. kl. 10.33: Nú hefur komið í ljós að þetta var gabb. Tilgangur gabbsins var að koma höggi á vefsíðuna 4chan.
—
Eins og Nútíminn greindi frá í gær flutti leikkonan Emma Watson kraftmikla ræðu á ráðstefnu á vegum UN Women um helgina. Þar sagði hún meðal annars að karlmenn upplifi ekki jafnrétti, frekar en konur.
Við viljum ekki tala um að karlmenn séu fastir í steríótýpískum hugmyndum um karlmennsku en þeir eru það samt. Þegar þeir verða frjálsir byrja hlutirnir að gerast fyrir konur. Ef karlmenn þurfa ekki að vera aggressífir, þá þurfa konur ekki að vera undirgefnar. Ef karlmenn þurfa ekki að stjórna, þá þurfa þeir ekki að stýra konum.
Einhverjir notendur spjallborðsins 4chan brugðust illa við ræðu Emmu og hóta nú að leka nektarmyndum af leikkonunni. Myndum af Jennifer Lawrence og fleiri leikkonun var lekið á 4chan áður en þær dreifðust víðar um internetið en þrátt fyrir það er búist við að um gabb sé að ræða. Hótunum fylgdu ummæli sem við ætlum ekki að þýða en leyfum ykkur engu að síður að sjá:
It is real and going to happen this weekend. That feminist bitch Emma is going to show the world she is as much of a whore as any woman.
in a documentary about the royal family and the media, she was included explained how the paparazzi were hunting her down for upskirt pics and etc, they where waiting patiently for her 18th birthday to hit so they could act like shameless savages , and when it hit, so they did , they laid down on the floor in the streets and such to snap photos of her… she is a delicate flower and it is time for her fans to see her in full bloom, unlike your shitty cow tit attention whore there
she makes stupid feminist speeches at UN, and now her nudes will be online, HAHAHAHAHAHAHAH
Þá hafa notendur spjallborðsins reynt að koma hashtagginu #RIPEmmaWatson í þeim tilgangi að koma af stað sögusögnum um andlát leikkonunnar.