Íslenski Eurovisionhópurinn lenti á Íslandi í gærkvöldi eftir ævintýralega ferð til Ísrael þar sem Hatari endaði í 10. sæti Eurovision og vakti gífurlega athygli fyrir að veifa fánum Palestínu í beinni útsendingu.
Sjá einnig: Guðni Th. kvartar ekki yfir uppátæki Hatara: „Þetta eru ljúfir drengir og kunna að láta á sér bera“
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, tók á móti hópnum ásamt fjölda annarra gesta, þar á meðal meðlimum úr félaginu Ísland-Palestína, sem voru mætt til að fagna Hatara.
Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Nikulásson Hannigan, söngvarar Hatara, sögðust vera ánægðir með árangurinn við heimkomuna. Klemens viðurkenndi þó að markmiðið hefði alltaf verið að ná fyrsta sætinu, þannig hefði mesta dagskrárveldið náðst.