Auglýsing

Hraðfréttir kveðja skjáinn

Lokaþáttur Hraðfrétta verður á dagskrá RÚV í kvöld. Þátturinn snýr ekki aftur næsta vetur en hann hóf göngu sína á mbl.is í febrúar árið 2012 en var um haustið kominn á dagskrá Ríkissjónvarpsins.

Fannar Sveinsson er annar upphafsmanna Hraðfrétta ásamt afmælisbarninu Benedikt Valssyni. Hann segir í samtali við Nútímann að þetta séu vissulega tímamót. „Okkur líður mjög vel með þessa ákvörðun,“ segir hann.

Við vorum búnir að taka þessa ákvörðun fyrir svolitlu síðan og erum spenntir fyrir því að takast á við ný verkefni. Hraðfréttir verða samt alltaf fyrsta stóra verkefnið sem maður kom að og við erum ógeðslega stoltir að því hversu vel fólk tók í þáttinn gegnum árin.

Hraðfréttir hafa verið á meðal vinsælustu þátta RÚV undanfarin ár. Spurður hvað tak við segir Fannar þá félaga vera að þróa ný og spennandi verkefni sem verða vonandi að einhverju skemmtilegu.

„Við ætlum samt að fara hægt í hlutina og aðeins að sjá hvað gerist. Maður þarf að ná áttum eftir þetta Hraðfréttaævintýri,“ segir hann og bætir við að þeir verði áfram á RÚV „eins og staðan er núna.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing