Auglýsing

Hrekkur á Alþingi vekur athygli: Hér er miðinn sem plataði Sjálfstæðisflokkinn

Hrekkjalómurinn Róbert Marshall náði að plata nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í mötuneyti Alþingis í vikunni, eins og Nútíminn greindi frá í dag.

Sjá einnig: Borð Sjálfstæðisflokksins tekið frá fyrir Pírata

Róbert setti hann miða á stórt borð í horni mötuneyti Alþingis, sem Sjálfstæðisflokkurinn situr jafnan við í hádeginu, sem á stóð: Frátekið fyrir Pírata (30%).  Miðann má nú sjá hér fyrir neðan.

Nokkrir þingmenn skemmtu sér svo við að horfa á hvern sjálfstæðismanninn á fætur öðrum velja sér sæti á litlu borði við hlið stóra borðsins. Á meðal þeirra sem hurfu frá borðinu voru Unnur Brá Konráðsdóttir, Jón Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og varaþingmaðurinn Geir Jón Þórisson

Og hér er hann í allri sinni dýrð. Miðinn sem plataði þingmenn Sjálfstæðisflokksins:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing