Auglýsing

Hringdi í fréttakonu á Stöð 2 til að kalla hana litla stelpu sem ekkert veit og talar með rassgatinu

Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona á Stöð 2, fékk ansi leiðinlegt símtal á dögunum þar sem roskinn karl sagðist hreinlega ætla að segja upp áskriftinni sinni vegna þess að hún er að segja fréttir. Hann kallaði hana litla stelpu, sagði hana ekkert vita og tala með rassgatinu.

Þórhildur, sem er 26 ára og hefur starfað sem fréttamaður í tæp þrjú ár, deilir leiðindunum frá Facebook. „Eðli málsins samkvæmt hef ég á þessu tímabili tekið á móti mörgum símtölum frá ókunnugu fólki, um hitt og þetta,“ segir hún.

Símtölin eru sum misgáfuleg en í dag fékk ég það allra heimskulegasta. Roskinn karlmaður fann sig knúinn til að hringja í mig til þess að segja mér að hann hefði ekki lyst á að horfa á fréttir eftir „einhverja litla stelpu sem ekkert veit og talar með rassgatinu á sér.“

Dónaskapurinn á semsagt ekki aðeins heima í ummælakerfum vefmiðla, fréttamenn fá það einnig óþvegið í gegnum síma. „Og já, svo ætlaði hann að segja upp áskrift sinni að Stöð 2 eftir tuttugu ár, svo móðgaður var hann yfir því að ég væri að segja sér fréttir,“ segir hún.

„Greyið vissi greinilega ekki að fréttir Stöðvar 2 hafa alltaf verið í opinni dagskrá. Næstum 26 ára konan þakkar fyrir þetta. Ágætis áminning um að karlakarlar lifa enn góðu lífi.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing