Auglýsing

Hrútar endurgerð í Ástralíu – Jurassic Park stjarna í aðalhlutverki

Í vikunni hefjast tökur á ástralskri endurgerð af íslensku kvikmyndinni Hrútar, eftir Grím Hákonarson. Ástralska framleiðslufyrirtækið WBMC sér um endurgerðina.

Hrútar vann meðal annars Un Certain Regard verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2015 og var framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna árið 2016.

Myndin fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson léku aðalhlutverkin.

Sjá einnig: Hrútar vann sinn flokk á kvikmyndahátíðinni í Cannes: „Gríðarlegur heiður“

Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi.

Nýsjálenski leikarinn Sam Neil sem er þekktastur fyrir leik sinn í Jurassic Park myndunum fer með aðalhlutverk í endurgerðinni ásamt Michael Caton. Jeremy Sims sér um leikstjórn.

Sims segist vera spenntur fyrir tækifærinu að vinna með þessa kraftmiklu sögu á sínum heimaslóðum í samtali við Variety.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing