Hryðjuverkaárásir voru gerðar á París á föstudagskvöld, bæði skot- og sprengjuárásir. Notaðar voru hríðskotabyssur og sprengiefni. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í Frakklandi og landamærum lokað.
Það sem við vitum — nýjar upplýsingar
Iris Edda Nowenstein hefur tekið saman yfirlit frá franska fjölmiðlinum Le Monde. Hún hefur fylgst með frönskum fjölmiðlum og birt upplýsingar á Twitter.
- Þungi rannsóknarinnar beinist að þremur frönskum bræðrum sem voru búsettir í Belgíu, í úthverfi Brussel. Þeir eru ekki yngri en 18 ára. Tveir þeirra leigðu bíla sem voru notaðir í árásinni og sá þriðji er í haldi lögreglunnar í Belgíu.
- Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem Iris tók saman hafa 129 látist, 352 eru særðir, þar af 99 lífshættulega. Árásir voru gerðar á sex stöðum og að minnsta kosti sjö menn tóku þátt og eru dánir. Sex þeirra sprengdu sig í loft upp.
Meira frá Irisi:
Mikið ósamræmi í fjölmiðlum núna svo ég tók saman smá yfirlit frá Le Monde, áreiðanlegustu heimildinni að mínu mati. pic.twitter.com/jo73OewpqF
— Iris Edda Nowenstein (@IrisNowenstein) November 15, 2015
Upplýsingar á laugardag:
- ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum í París í gærkvöldi.
- Bent hefur verið á að ekki sé hægt að staðfesta að samtökin séu á bakvið árásirnar eða hvort þær hafi verið gerðar af fylgjendum þeirra.
- ISIS segja í yfirlýsingu að Frakkland sé aðalskotmark samtakanna og kenna árásum Frakka á múslima í Sýrlandi um.
- Tala látinna er 127 og um 200 eru slasaðir — 80 lífshættulega.
- Flestir létust í skotárás í Bataclan-tónleikahöllinni
Átta árásarmenn létust í gær.
Uppfærslur á föstudagskvöld:
01:50: Tölur látinna
Tölur látinna:
Bataclan: 79 + 3*
Charonne: 19
Voltaire: 1
Fontaine au Roi: 5
Allibert: 12
Stade de France: 2** = Líklega hryðjuverkamenn.
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) November 14, 2015
01.24: Kort sem sýnir hvar árásirnar voru gerðar
Attentats à Paris : des attaques dans 7 lieux différents #AFP pic.twitter.com/2t3zJkZr02
— Agence France-Presse (@afpfr) November 14, 2015
01.02: Sprenging við Stade de France náðist á Vine
https://vine.co/v/iBb2x00UVlv
00.58: Viðbjóðslegar árásir
Franska múslimaráðið fordæmdi rétt í þessu að öllu leyti „þessar viðbjóðslegu og fyrirlitlegu árásir“.
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) November 14, 2015
Kl. 00.36: Vitnisburður úr Bataclan
Vitnisburður innan úr Bataclan. pic.twitter.com/PVlBZ1SwzL
— Michael Már✨ (@felagsfaelin) November 14, 2015
Kl. 00.26: 100 látnir í Bataclan-tónleikahöllinni
Að minnsta kosti 100 létust í Bataclan-tónleikahöllinni í kvöld þar sem tónleikar hljómsveitarinnar Eeagles of Death Metal fóru fram. Lögreglan gerði árás á höllin og árásarmennirnir voru skotnir til bana.
Kl. 00.23: Iris Edda tísti upplýsingum úr frönskum fjölmiðlum
Fólk á ennþá að vera heima hjá sér, enda eru hryðjuverkamennirnir af hinum stöðunum þar sem skothríð átti sér stað enn á flótta.
— Iris Edda Nowenstein (@IrisNowenstein) November 13, 2015
Kl. 00.09: Tveir árásarmenn skotnir til bana
AP fréttastofan staðfestir að tveir árásarmenn í Bataclan-tónleikahöllinni hafi verið skotnir til bana.
Kl. 00.04: Samstaða
Parísarbúar á netinu sýna samstöðu og skipuleggja sig með #portesouvertes (opnar dyr) til þess að koma öllum af götunum og í öruggt skjól.
— Iris Edda Nowenstein (@IrisNowenstein) November 13, 2015
Kl. 00.00: Aðgerðum í Bataclan lokið
The Guardian greinir frá því að aðgerðum í Bataclan-tónleikahöllinni sé lokið. Tveir árásarmenn voru skotnir.
Kl. 23.58: Föst í bókabúð
Harriet Alida Lye skrifar orðsendingu á vef The Guardian þar sem hún rekur raunir sínar og 20 annarra sem eru föst í bókabúðinni Shakespeare & Co. Hún segist sjá allt annað en lögreglubíla fara framhjá og að fólk ráfi út af nærliggjandi börum án þess að vita hvað er í gangi. Fólk í bókabúðinni skiptist á að skoða fréttir og hringja í fólk. Sírenuvæl heyrist úr öllum áttum og það er búið að slökkva ljós Notre Dame kirkjunnar, sem gerist aldrei á þessum tíma kvölds.
RÚV rauf útsendingu sína í kvöld og flutti fréttir frá París.