Framleiðandinn og fyrrum sjónvarpsmaðurinn Hugi Halldórsson segist í færslu á Twitter í dag sakna gamla góða DVD spilarans. Ástæðan er sú að Hugi sem á þrjú börn hefur leigt Disney-myndina Frozen fyrir tugi þúsunda á þessu ári í gegnum vod-leigur.
„Á þessu ári hef ég leigt Frozen fyrir 26.850 kr. það eru ennþá 78 dagar eftir af árinu 2018,“ skrifar Hugi sem segist í samtali við Nútímann nú íhuga það alvarlega að kaupa sér DVD spilara.
Á þessu ári hef ég leigt Frozen fyrir 26.850 kr. það eru ennþá 78 dagar eftir af árinu 2018 #bringbackDVD
— Hugi Halldórsson (@hugihall) October 14, 2018
Flestir foreldrar hér á landi þekkja Disney myndina Frozen en það kostar að sögn Huga 895 krónur að leigja myndina. „Ég er ekki að meina þetta neikvætt heldur meira að dvd sé hagkvæmari lausn fyrir 3 barna faðir,“ segir Hugi.
Aðspurður um hvort hann ætli að grafa upp gamla DVD spilarann segist Hugi vera að skoða málið. „Hann er til niðri í geymslu en myndi ekki þora að stinga honum í samband. Þyrfti að fjárfesta í up to date græju.“