Grínistinn og teiknarinn Hugleikur Dagsson fékk handskrifað þakkarbréf frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Hugleikur sendi honum sokkapar og vildi forsetinn þakka fyrir sig. Vel gert!
Guðni er þekktur fyrir skrautlega sokka og bindi og hefur Hugleikur líklega viljað bæta í safnið hans. Sokkarnir sem hann sendi forsetanum eru svartir og rauðir með hvítum myndum.
Forsetinn er spenntur að nota sokkana.
Kæri Hugleikur!
Bestu þakkir fyrir sokkana góðu sem þú sendir mér.
Ég hlakka til að nota þá, jafnvel helst við hátíðleg tilefni þar sem sumum þætti það tæpast við hæfi.
Með góðri kveðju,
Guðni Th. Jóhannesson.