Auglýsing

Huldumaður tístir bulli í nafni Ungfrú Ísland á Twitter, engin lyfjapróf í keppninni

„Við erum ekki á Twitter. Ég veit ekkert hver þetta er,“ segir Fanney Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, í samtali við Nútímann.

Tíst sem virðist vera frá Twitter-aðgangnum @ungfruisland var birt í morgun:

Tístið hefur vakið talsverða athygli en Fanney ítrekar að keppnin sé ekki á Twitter og að engin lyfjapróf séu í Ungfrú Ísland.

„Það eru engin lyfjapróf eða neitt svoleiðis hjá okkur,“ segir hún.

Svo virðist sem fólk hafi látið glepjast þar sem víða á Twitter má finna umræður þar sem fólk furðar sig á innihaldi tístsins. Fanney segist ekki vita hver sé á bakvið aðganginn.

„Ég fékk þetta sjálf bara sent í morgun. Þetta er einhver fyndinn,“ segir hún. Fanney vinnur nú að því að reyna að tilkynna aðganginn til stjórnenda Twitter svo hægt sé að taka hann niður.

Ungfrú Ísland verður hald­in 27. ág­úst næstkomandi í Hörpu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing