Auglýsing

Hundafólk styður ríkisstjórnina frekar en kattafólk

MMR kannaði nýlega hvaða gæludýr væru algengust á heimilum á Íslandi og reyndust hundar og kettir vera í sérflokki. Gæludýr eru á 39% heimila á Íslandi.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 20% að hundur væri á heimilinu og 18% sögðu að köttur væri á heimilinu. Önnur gæludýr á heimilum á íslandi voru fiskar (4%), fuglar (4%) og nagdýr (2%).

Þeir sem studdu ríkisstjórnina voru líklegri til að búa á heimili með hundi (28%) en þeir sem ekki studdu ríkisstjórnina (17%). Þeir sem ekki studdu ríkisstjórnina eru hins vegar líklegri til að búa á heimili með ketti (19%) en þeir sem studdu ríkisstjórnina (13%).

Þeir sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn voru hefðbundnari í vali á gæludýrum en stuðningsfólk annarra flokka. Enginn þeirra sem studdi Framsóknarflokkinn sagðist búa á heimili þar sem væru önnur gæludýr en hundar og kettir.

Smelltu hér til að rýna í niðurstöðurnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing