Auglýsing

Hundurinn Fróði fékk þjónustu á ölstofu í Eyjum: „Hann var alveg í toppmálum, hæstánægður á barnum“

Hundar eru velkomnir á Ölstofu The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum líkt og mannfólkið og það er alveg jafn gaman að þjónusta þá . Þetta segir Kjartan Vídó Ólafsson, einn eigandi stofunnar, í samtali við Nútímann.

Hundurinn Fróði mætti á barinn ásamt eiganda sínum, Eddu Sif Pálsdóttur, íþróttafréttamanni á RÚV, í dag til að fá sér einn kaldan fyrir oddaleik ÍBV og Vals um sæti í undanúrslitum í Olís-deildinni í handbolta karla.

Edda Sif fékk bjór en Fróði vatn í skál við barinn. Var hún hæstánægð að geta tekið hann með inn og deildi mynd af Fróða sultuslökum við barinn.

„Fróði var alveg í skýjunum með þessa þjónustu. Hann var alveg í toppmálum, hæstánægður á barnum,“ segir Edda Sif í samtali við Nútímann.

Ölstofan var opnuð 16. mars sl. og stendur við Vesturveg í Vestmannaeyjum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing