Frægasti fíll landsins, Costco-fíllinn hefur búið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík frá því í sumar. Þó svo að fíllinn sé með fasta búsetu í garðinum er það alls ekki svo að hann sé þar öllum stundum. Samkvæmt upplýsingum frá Tómasi Guðjónssyni, forstöðumanni garðsins er hægt að leigja fílinn á 60 þúsund krónur.
Sjá einnig: Costco gaf Húsdýragarðinum risastóra fílinn: „Ekki hægt að finna betri stað fyrir fíl á Íslandi“
Tómas segir töluvert marga hafa óskað eftir því að fá fílinn leigðan. „Það er mikil ásókn í hann en við erum frekar treg í að láta hann vera mikið á flakki, það fer illa með hann,“ segir Tómas Guðjónsson í samtali við Nútímann.
Twitter-notandinn Sigurður Þór Jóhannesson birti þessa mynd af fílnum. Þá var fíllinn á leið í útleigu
Erum við ekki örugglega öll að vinna með hashtaggið #CostcoFíllinnInTheWild ? pic.twitter.com/an8a1TZX8E
— siggi mús (@siggimus) March 19, 2018
Tómas segir að verðið á leigu fyrir fílinn sé 60 þúsund krónur. „Við erum reyndar ekkert voðalega hrifnir af því að lána hann, því fylgir mikil fyrirhöfn. Það þarf t.d. fjóra menn til að koma honum út í bíl,“ segir Tómas.
Fíllinn kíkti í Mosfellsbæ um helgina
Costco fíllinn fær að vera hjá okkur í dag ?
Posted by Íþróttamiðstöðin að Varmá on Laugardagur, 17. mars 2018