Auglýsing

Hvað gera Reykjavíkurdætur á Sónar Reykjavík? Ráðleggja fólki að vera með skæting

Reykjavíkurdætur koma fram á Sónar Reykjavík, sem hefst á fimmtudaginn. Það er brjálað að gera hjá Reykjavíkurdætrum, plata á leiðinni og tónleikaferðir erlendis.

En fyrst: Sónar Reykjavík. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, hitti Reykjavíkurdætur í Hörpu og bað um góð ráð fyrir Sónar Reykjavík. Hátíðin stendur yfir í þrjá daga og maður þarf að huga að ýmsu til að halda sér ferskum.

Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Reykjavíkurdætur slógu í gegn á Iceland Airwaves í nóvember og segjast vera með ýmislegt planað fyrir Sónar Reykjavík

Reykjavíkurdóttirin Sigurlaug Sara sagði í samtali við Nútímann í nóvember að klæðaburður hljómsveitarinnar sé oft tekinn fyrir eftir tónleika.

Fólk talar um að við séum áhugaverðar af því að við erum litríkar eða með mikið af glingri — að við séum áhugaverðar vegna þess að það sé gaman að horfa á skrautið á sviðinu. Við vorum bara orðnar dálítið þreyttar á því.

Hún segir að Reykjavíkurdætur fari á svið til að segja eitthvað. „Við förum á sviðið til þess að hafa rödd eða koma einhverju á framfæri og spila tónlist,“ segir hún.

„Þess vegna langaði okkur að sýna að við erum miklu meira en gullkeðjur og litríkur klæðnaður. Við vildum losa okkur við allt slíkt og vera alveg hlutlausar. Þannig kom hugmyndin. Við vorum algjörlega berskjaldaðar á sviðinu og í raun í frekar vulnerable stöðu. En við höfum bara ekkert að fela. Við erum ólíkar og alls konar og við stöndum fyrir meira en bara glingur og glamúr.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing