Jón Gnarr, dagskrárstjóri 365, ætlar að tilkynna á morgun í einum af miðlum 365 hvort hann ætli að gefa kost á sér í framboð til forseta Íslands. Hann segist ætla að liggja undir feldi þangað til. Þetta kom fram á Kjarnanum í vikunni.
Í Jólavöku á RÚV í desember kom fram að Jón virtist ekki vera búinn að útiloka forsetaframboð. Hann vissi bara ekki hvenær hann vildi fara í framboð. Hann sagðist alveg vera til í að vera forseti: „Auðvitað finnst mér þetta spennandi.“
Jón birti svo þessa færslu á Facebook í dag
Ég hef verið að hugsa mikið um gildi okkar sem þjóðar. Þó ég telji mig trúlausan þá get ég ekki hafnað því að kristin tr…
Posted by Jón Gnarr on Thursday, January 14, 2016
Það verður að segjast að færslan er ansi „framboðsleg“. Jón talar um „gildi okkar sem þjóðar“ og að hann geti ekki hafnað því að kristin trú hafi verið mikilvægur hluti af þjóðmenningu okkar og sögu.
„Þjóðfáninn okkar er td. krosstákn. Lykillinn að framtíð okkar felst í því að við náum sem best að samrýma ólík viðhorf og lífsskoðanir, útrýma ágreiningi en vinna saman sem heild,“ segir hann.
Gaukur Úlfarsson, sem vann með Jóni að framboði Besta flokksins og gerði um það heimildarmynd, birti svo færsluna á Facebook-síðu sinni og fann meira að segja hið fullkomna kassamerki fyrir forsetaframboðið, ef af því verður: #bestastaðir.
Jón birti svo þessa þjóðlegu og fallegu mynd í hausnum á Facebook-síðu sinni
Posted by Jón Gnarr on Thursday, January 14, 2016
En hvað gerir Jón á morgun?