Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, varpaði enn einni bombunni inn í þjóðfélagsumræðuna í morgun þegar hann boðaði til blaðamannafundar á Bessastöðum klukkan 16.15 í dag.
Á Twitter hófst grínið strax
Árið er 3989. Ólafur finnur fyrir miklum stuðningi frá samfélaginu og býður sig fram aftur. #nolafur
— Anna Guðjónsdóttir (@annagaua) April 18, 2016
Fólk veltir nú fyrir sér hvað Ólafur hyggst gera og margir virðast telja að hann ætli að bjóða sig fram á ný.
Stóra spurningin er auðvitað hvort Höskuldur mæti á svæðið
Fréttamenn athugið: Höskuldur tekur á móti ykkur á tröppunum á Bessastöðum kl. 16.
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) April 18, 2016
Hér eru átta bestu tillögurnar handa Ólafi af Twitter.
8. Fáum við nýjan vef?
Ólafur opnaði vef 2005. Síðan eru liðin 11 ár og forseti.is er óbreytt. Tilkynnir hann um nýjan vef í dag? pic.twitter.com/QfIu0mSOfw
— Andrés Ingi (@andresingi) April 18, 2016
7. Góð tillaga
Ólafur Ragnar mun á þessum blaðamannafundi á eftir tilkynna hvort hann hafi gefið kjósendum heimild til geðrofs.
— Jón Trausti (@jondinn) April 18, 2016
6. En það vantar engan formann þar?
Ólafur Ragnar Grímsson hefur boðað til blaðamannafundar kl. 16:15 til að tilkynna um framboð sitt til formanns Framsóknarflokksins.
— Vilhjálmur Þorsteinsson (@vthorsteinsson) April 18, 2016
5. Mögulega
Ólafur að fara að tilkynna að það var í rauninni hann og Dorrit sem hafa verið að búa til þessa hjálma í frístundum úr eigin hári.
— Árni Torfason (@arnitorfa) April 18, 2016
4. Ný Næturvakt?
Ólafur Ragnar. Næturvaktin ný sería. Þessi verður sú besta. Þetta verður ekki toppað. Sjón verður sögu ríkari. Tökur hefjast í dag. Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) April 18, 2016
3. Kannski?
1.Áfram #Forseti Ísl. næstu 2 ár
2.Gefur kost á sér sem framkv.stj. Sþ
3.Frásögn af fundi m. #Kimye
4.Átti eftir allt reikning á Tortola— Margrét Gísladóttir (@margretgis) April 18, 2016
2. Eitthvað sem allir vilja vita
Ykkur á öllum eftir að líða asnalega þega Ólafur tilkynnir að hann búi yfir upplýsingum um hvaða þjóðarleiðtogar eru eðlufólk.
— Margrét Arna (@margretviktors) April 18, 2016
1. Auðvitað á hann að berjast við Conor!
Á Bessastöðum kl. 16:15 mun Ólafur Ragnar tilkynna bardaga sinn við Conor McGregor. Í kjölfarið verða þeir vigtaðir og svara svo spurningum.
— Ari Eldjárn (@arieldjarn) April 18, 2016