Auglýsing

Hvað kynnir Apple í kvöld?

Apple kynnir nýjar vörur í kvöld á viðburði sem hefst klukkan 17. Eins og alltaf þá hafa myndir af nýjum tækjum lekið á netið ásamt slúðursögum um við hverju fólk eigi að búast. Tæknisíðan Simon.is hefur tekið saman það helsta sem fólk getur átt von á að tæknirisinn kynni í dag.

Á Simon.is kemur fram að það sé nánast öruggt að Apple kynni nýjan iPhone:

Við vitum ekki hvort hann verði kallaður iPhone 6 því Apple hefur hætt að kenna vöruflokka eins og iPad spjaldtölvurnar við númer. iPad, iPad Air og iPad Mini eru nýju nöfnin á spjaldtölvum þeirra og því ekkert ólíklegt að nýjar gerðir af iPhone fái Air, Mini, Pro eða jafnvel nýtt nafn.

Þá búast margir við að Apple kynni nýtt snjallúr en skiptar skoðanir eru á hvað úrið muni nákvæmlega vera fært um að gera.

Við vitum ekki hvort Apple kynni snjallúr, sporttæki eða eitthvað allt annað en hvað sem það verður þá mun það ekki verða það sem þú býst við. Flest bendir þó til þess að mikil áhersla verði á hreyfingu og heilbrigði. Úrið mun fylgjast með hjartslætti og svefni, og styður það við nýja appið sem Apple gaf nýlega út: Health.

Á Simon.is kemur einnig fram að haustviðburðir Apple hafa yfirleitt einblínt á iPhone og iOS en mögulega verður meira á boðstólnum í kvöld. „Eins og nýtt OS X stýrikerfi fyrir Mac og Macbook tölvur og samþætting þess við snjalltæki.“

Smelltu hér til að lesa fréttina á Simon.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing