Í morgun sást hræ af hval á reki í sjónum við Sæbrautina í Reykjavík. Lögregla fékk tilkynningu um hræið en að sögn lögreglu verður ekki hægt að fjarlægja hræið vegna þess hve illa það er farið. Þetta kemur fram í frétt RÚV.
Talið er líklegt að hræið sé af andarnefju sem strandaði í fjörunni í Engey 16. ágúst síðastliðinn. Þá strönduðu tvær andarnefjur en aðeins tókst að koma annarri þeirra á flot.
Líklegt er að hræið muni reka lengra á haf út en ekki er hægt að draga það því þá myndi það slitna í sundur.