Uppfært kl. 12.59: Skjölin eru fundin, smelltu hér. En það kallar þetta enginn Alþingistíðindi og leitarvélin er svo svakaleg að það þarf leiðbeiningar.
—
Eins og Nútíminn greindi frá í morgun þá hefur kostnaður við skönnun Alþingistíðinda frá upphafi farið langt fram úr upphaflegum áætlunum. Kostnaður við verkið stendur nú í tæplega tvö hundruð milljónum króna og er ekki lokið. Verkefnið átti að taka um þrjú ár í vinnslu en nú, 12 árum eftir að það hófst, á enn eftir að skanna um 100 ár af Alþingistíðindum og ekki sér fyrir endann á verkinu.
Nútíminn vildi kanna hvað við höfum fengið fyrir þessar 200 milljónir og fór því á vef Alþingis til að finna Alþingistíðindin.
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í viðtali við Fréttablaðið að inn á vefinn sé allt komið á lýðveldistíma, frá 1944. „Og verið er að setja inn þingin 1939-1944. Eldra efni er svo í frekari vinnslu, yfirlestri og klippingu.“
Á forsíðu vefsins er erfitt að sjá hvar Alþingistíðindin er að finna:
Við smelltum því á efnisyfirlit og fundum Alþingistíðindin þar:
Þá fengum við þessa síðu. Sem við botnum lítið í. Eftir talsverða leit fundum við ekki umrædd Alþingistíðindi á vef Alþingis.
En við fundum þessa síðu sem varpar furðulegu ljósi á málið en á að hjálpa við notkun WordPerfect-skjala Alþingistíðinda. Þarna er að finna hjálp við notkun á vafra og ritvinnslu sem sáust síðast við landnám. Eða nánast:
Sé þörf fyrir textahluta úr skjölum eða ræðum í ritvinnslu, er einfaldast að vista textann hreinan, þ.e. Save as … Text ekki Source, og sækja hann síðan inn í ritvinnslu. Í flestum skjölum er tilvísun í WordPerfect útgáfu af skjalinu og með réttri uppsetningu á Netscape fyrir Word Perfect (eða aðra ritvinnslu sem getur lesið inn WP-skjöl, t.d. Word) opnast ritvinnsla með skjalið.
Netscape-vafrinn hefur ekki komið út síðan 2003. Og þá voru allir löngu hættir að nota hann.
Nútíminn hefur ekki ennþá fundið Alþingistíðindin sem voru skönnuð inn fyrir 200 milljónir á vef Alþingis.