Nú styttist í að RÚV tilkynni hverjir verða höfundar áramótaskaupsins í ár. Ljóst er að ærið verkefni bíður þeirra enda ótrúlega margt búið að gerast á árinu. Við fengum til dæmis nýjan forseta en Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti 1. ágúst.
Nútíminn er forvitinn að vita hver gæti farið með hlutverk forsetans í áramótaskaupinu og talaði við tvo fyrrverandi leikstjóra áramótaskaupsins, þau Silju Hauksdóttur og Björn Gunnar Guðmundsson ásamt Rögnu Fossberg förðunarmeistara, og fékk þeirra hugmyndir að leikara í hlutverk forsetans.
Eftir mikla umhugsun tjáði Silja Nútímanum að henni þættu leikararnir Siggi Sigurjóns og Stefán Karl henta vel í hlutverk forsetans. Gunnar Björn segist sammála Silju og bætir því við að leikarinn Tryggvi Rafnsson geti einnig tæklað Guðna mjög vel.
Aðspurður hvort að Guðni sé hentugur til gríns segir Gunnar Björn að það verði ekki vandamál að grínast með Guðna enda séu allir hentugir til gríns.
Ragna er ekki sammála því að útlit Stefáns Karls henti í hlutverk Guðna en stingur upp á leikaranum Rúnari Frey í staðin.
Í samtali við Nútímann segir Silja erfitt að svara því hvort Guðni mun spila stórt hlutverk í skaupinu – enda fari það eftir því hvernig fyrstu mánuðir hans í embætti verða. „Síðan er svo margt sem hefur gerst á árinu sem þarf að tækla,“ segir hún.
Þetta er búið að vera mjög þétt ár, en vonandi er pláss fyrir hann.
Hvað segja lesendur?