Fatasóun var til umræðu í nýjasta þætti Landans á RÚV í gærkvöldi. Hver Íslendingur kaupir að meðaltali um 17 kíló af fötum og fylgihlutum á hverju ári. Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, sjálfbærniráðgjafi, segir að þessi mikla neysla hafi slæm áhrif á umhverfið í viðtali í Landanum.
Snjólaug segir að fatasóun sé í dag stórt vandamál í öllum heiminum. Allt of mikið sé framleitt af fatnaði og oft séu það föt sem endist stutt.
„Fataiðnaðurinn er einn mest mengandi iðnaður í heiminum. Til dæmis notum við mjög mikið af bómull og í bómullarframleiðslu þarf gríðarlega mikið af efnum, eiturefnum, vatni og landsvæði,“ segir Snjólaug í Landanum.
Hún bendir á að fataframleiðsla fari yfirleitt fram í löndum þar sem ekki eru strönd skilyrði í umhverfismálum. Þrátt fyrir að tór hluti fatnaðar endi í ruslinu eru Íslendingar duglegir að fara með sín föt í Rauða Krossinn. Í umfjöllun Landans kemur fram að Rauði Krossinn hafi tekið við 3200 tonnum af fatnaði á síðasta ári.