Skortur á bílastæðum er eitt af því sem stendur opnun á World Class í miðbænum fyrir þrifum, samkvæmt Birni Leifssyni, framkvæmdastjóra World Class, í frétt Nútímans í dag.
Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, furðar sig á því á Twitter þar sem lífleg umræða fór fram um málið í dag:
Kostulegt að Björn í WC segi of fá bílastæði við 17 húsið á Laugavegi til að opna þar WC. Beint á móti er Störnuport með 200 lausum stæðum.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 27, 2014
@bergtoraben @nutiminn Meinloka í bíla-Birni. Hvergi í heiminum fleiri bílastæði en í miðborg Rvk. Alltaf laust 100 m frá gamla staðnum.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 27, 2014
@isjokull @bergtoraben @nutiminn @hjalli 20% heimila í miðbænum hafa ekki aðgang að bíl. Kom fram í ferðavenjukönnun Vegagerðarinnar.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 27, 2014
Og Bragi Valdimar rak endahnútinn með góðu gríni:
Hugur minn á þessum erfiðu tímum er hjá þeim sem sjá fram á að fá ekki bílastæði fyrir utan WC í miðbænum til að komast á hlaupabrettið.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) August 27, 2014