Auglýsing

„Hverjum er ekki drullusama um hvað Damon „fokking“ Albarn finnst?“

Tónlistarmennirnir sem kvarta undan texta Band Aid 30 lagsins hefðu aldrei átt að fallast á að syngja lagið. Þetta segir söngkonan Sinéad O’Connor í viðtali við breska dagblaðið The Telegraph.

Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan.

Band Aid lagið var á dögunum endurgert með vinsælu tónlistarfólki á borð við strákana í One Direction, Ritu Ora, Bono og Chris Martin. Sem fyrr er Sir Bob Geldof á bakvið lagið og í þetta skipti er takmarkið að styrkja baráttuna við ebólu.

Nokkrir tónlistarmenn hafa stigið fram og gagnrýnt boðskap lagsins sem þeir segja ekki eiga við í dag.

Lily Allen sagði að það væri eitthvað yfirlætislegt við lagið en hún hafnaði tilboði um að taka þátt í útgáfunni. Þá sagðist söngkonan Emeli Sande hafa reynt að semja eigin stexta við lagið, sem var fyrst tekið upp árið 1984, og baðst afsökunar á því að hafa sungið gamla textann.

„Ég er sammála þeim sem segja að það þurfi að breyta textanum. Það hefði raun þurft að semja nýtt lag. Ég og Angelique Kidjo sungum einnig okkar eigin texta en þeir náðu ekki í gegn.“

Loks hefur Damon Albarn, söngvari Blur, viðrað efasemdir um að útgáfa lagsins sé góð leið til að takast á við ebólu.

Spurð út í þessa gagnrýni sagði Sinéad O’Connor í viðtali í The Telegraph að allir ættu að steinhalda kjafti.

Ef þú kannt ekki að meta texta lagsins þá hefðirðu ekki átt að taka þátt í útgáfunni. Mér finnst yfirlætislegt af Lily Allen að kalla lagið yfirlætislegt. Og hverjum er ekki drullusama um hvað Damon „fokking“ Albarn finnst?

Og bætti við: „Afsakið hreinskilni mína en ég er of gömul fyrir svona kjaftæði.“

Gagnrýnin hefur ekki haft slæm áhrif á sölu lagsins sem fór beint á topp breska listans. Ekkert lag hefur selst hraðar árið 2014 en 312.000 eintök seldust í fyrstu vikunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing