Auglýsing

Hvetja karla til að sækja um í mötuneyti Alþingis

Auglýst er eftir starfsmanni í mötuneyti Alþingis á vef löggjafarþingsins í dag. Sérstaklega er tekið fram að karlar séu jafnt sem konur hvattir til að sækja um stöðuna en aðeins einn karlmaður hefur unnið í mötuneyti Alþingis undanfarið.

Mötuneytið er í Skála Alþingis við Kirkjustræti. Þar borða daglega 100-140 manns. Lögð er áhersla á hollan og góðan hádegisverð sem eldaður er frá grunni. Einnig er útbúinn matur fyrir kvöldfundi Alþingis, aðra fundi og móttökur.

Afar góður rómur er gerður að mötuneyti Alþingis og hafa sumir þingmenn kennt matnum, eða öllu heldur magninu sem þeir borða á Alþingi, um holdafar sitt. Helstu verkefni starfsmanna eru matseld, bakstur og annar matarundirbúningur ásamt uppþvotti, þrifum og aðstoð við innkaup.

Í auglýsingu er tekið fram að ástríða fyrir matargerð og vilji til að bæta við þekkingu sé kostur ásamt lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing