Auglýsing

Hvetja ríkisstjórnina til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna

Yfir 4000 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem gengur nú um á netinu þar sem ríkisstjórn Íslands er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó.

Bandarísk stjórnvöld hafa undanfarnar vikur aðskilið börn frá foreldrum sínum þegar þau telja að fólk sé að reyna að koma ólöglega inn í landið. Í byrjun maí tóku gildi nýjar reglur um aðskilnað barna og foreldra við landamærin.

Næst­um því tvö þúsund börn voru aðskil­in frá for­eldr­um sín­um eða for­ráðamönn­um sín­um sem fóru ólög­lega yfir landa­mæri Mexí­kó til Banda­ríkj­anna á sex vikna tíma­bili.

Aðgerðir Bandaríkjanna hafa vakið hörð viðbrögð í heiminum. Dóra Magnúsdóttir setti af stað undirskriftarlistann sem er ætlaður ríkisstjórn Íslands.

„Varðhald og aðskilnaður barna frá fjölskyldum sínum er mikið áfall sem getur sett börn í mjög viðkvæma stöðu gagnvart misnotkun og ofbeldi og leitt til áfallastreitu sem geti haft áhrif á þroska barna til langframa.“

Hægt er að setja nafn sitt við undirskriftarlistann með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing