Auglýsing

„I hate Iceland“-gaurinn hatar Ísland aðeins minna eftir sigurinn gegn Englandi

Skotinn Anton McEneny sló í gegn á internetinu árið 2010 þegar hann truflaði viðtal á Sky News og lýsti yfir með tilþrifum að hann hataði Íslandi. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Tilefnið var gosið í Eyjafjallajökli og mikil truflun á flugumferð sem það olli. Anton var á leiðinni til Prag frá Edinborg þegar flugi hans var aflýst. Fréttamenn frá Sky News voru á staðnum og í miðju viðtali við fólk á flugvellinum mætti okkar maður á svæðið og hrópaði: „I hate Iceland!“ tvisvar sinnum áður en hann var rokinn.

Nútíminn hafði upp á Anton McEneny til að athuga hvort hann hati enn þá Ísland, nú átta árum síðar. „Ég hata Ísland ekki eins mikið núna eftir að landsliðið vann England í fótbolta,“ sagði hann laufléttur og vísaði í sigur Íslands á Englandi á EM í fótbolta árið 2016.

Milljónir sáu myndband af uppátæki Antons á sínum tíma. Hann öðlaðist mikla frægð á internetinu og í útvarpsviðtali sagðist hann gríðarlega stoltur af ummælunum.

En ætlar Anton þá að styðja Ísland á HM í fótbolta í sumar?

„Já, af hverju ekki? Ég er til í að styðja alla nema England.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing