Auglýsing

Íbúar New York börðust um eintak af dagblaði New York Post í gær: „Vissum að þetta yrði safngripur”

Í gær seldust eintök af dagblaðinu New York Post upp í New York fyrir hádegi. Skömmu síðar var byrjað að selja þau á uppsprengdu verði á internetinu. Ástæðan er auglýsing fatamerkisins Supreme á forsíðunni.

Forsíða blaðsins var hvít með engu nema mynd af merki Supreme í tilefni af nýrri fatalínu fyrirtækisins, FW18.

„Við vissum að þetta yrði safngripur. Supreme er svalt merki og hefur mikla þýðingu fyrir fólk,” sagði Jesse Angelo, útgefandi New York Post í samtali við New York Times.

Blaðið sem kostaði upprunalega einn og hálfan dal hefur verið að seljast á eBay fyrir allt að 50 dali.

Sheikh Ali, selur dagblöð í New York, hann segir í samtali við New York Times að snemma morguns hafi ungur maður komið til hans og keypt öll 50 eintökin sem hann var með til sölu.

„Hann vildi fá fleiri en ég var því miður ekki með fleiri fyrir hann,” sagði Sheikh sem selur dagblöð á einn dal.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing