Kveikt var í jólageitinni við IKEA við Kauptún í Garðabæ í nótt. Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um íkveikjuna um fjögurleytið og brann geitin nánast til kaldra kola.
Sjá einnig: Myndband: Skemmdarvargar reyndu að kveikja í IKEA-geitinni en kveiktu næstum í sjálfum sér
Tveir skemmdarvargar reyndu að kveikja í jólageitinni í síðustu viku. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði heldur voru þeir nær því að kveikja í sjálfum sér. Til stóð að stórefla öryggisgæslu vegna atviksins.
Í frétt mbl.is segir einnig að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi sést til mannanna sem grunaðir er um að hafa kveikt í geitinni í nótt yfirvega vettvanginn í bíl.
Lögreglan stöðvaði bifreiðina skömmu síðar og handtók þrjá. Tveir þeirra eru vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.
Geitinni var komið fyrir 14. október sl.