Auglýsing

Illugi Gunnarsson var í fjárhagserfiðleikum

Uppfært kl. 21.06: Stundin greinir frá því að Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy íbúð sína á Ránargötu eftir að hann var orðinn menntamálaráðherra. Hann átti sjálfur eignarhaldsfélagið sem keypti íbúðina. Þá vann hann fyrir Orku Energy sem ráðgjafi og fundaði með fyrirtækinu í Kína í síðasta mánuði.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra seldi íbúð sína á Ránargötu til stjórnarformanns Orku Energy vegna fjárhagserfiðleika skömmu eftir hrun. Hann leigir íbúðina af honum núna. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Illugi upplýsti um þetta að eigin frumkvæði. Hann segist í samtali við RÚV gera það þar sem hann vill að öll tengsl eigi að vera uppi á borðum. Hann segist hafa selt íbúðina til að bjarga henni og fullyrðir að þetta hafi ekki haft áhrif á störf hans sem menntamálaráðherra.

Athygli vakti á dögunum þátttaka Orku Energy í ferð Illuga Gunnarssonar til Kína en hann vann ráðgjafarstörf fyrir Orka Energy meðan hann var utan þings. Þetta hefur vakið umræðu um hagsmunatengsl ráðherrans.

Illugi segir í frétt RÚV að fyrirtæki tengdaföður hans hafi orðið gjaldþrota og að ábyrgðir hafi lent á honum vegna þess. Þá hafi hann að hluta verið tekjulaus þegar hann var utan þings.

Það gerði það bara að verkum að við stórum frammi fyrir því við hjónin að við vorum að missa íbúðina okkar og þurftum eiginlega að velja á milli þess að missa hana eða selja. Það sem ég gerði var að ég seldi íbúðina mína.

Illugi segir á RÚV að hann hafi ekki gert neitt annað en sér hafi borið í sínu embætti vegna tenginga Orku Energy í Kína. Þær séu mikilvægar fyrir Ísland.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing