Auglýsing

Illugi spáði rétt fyrir um allar þjóðurnar þrjár sem Íslandi lenti í riðli með á HM í fótbolta

Þjóðfélagsrýnirinn og sparkspekingurinn Illugi Jökulsson spáði rétt fyrir um allar þjóðirnar þrjár sem Ísland mætir í D-riðli á Heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi í sumar.

Illugi birti færsluna sem þú getur séð hér fyrir neðan á Facebook klukkan hálf níu í morgun og virtist kokhraustur. „Þið getið hætt að bíða eftir þessum þarna drætti í Rússlandi. Ísland fær Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Ég gæti líka sagt ykkur hvernig leikirnir enda, en það væri kannski ekki sanngjarnt,“ sagði hann og það reyndist hárrétt.

Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik sínum á Heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi í sumar. Ísland er í D-riðli og mætir einnig Króatíu og Nígeríu. Á Twitter fylgdist fólk með drættinum og Nútíminn tók saman viðbrögðin.

Leikurinn gegn Argentínu fer fram 16. júní í Moskvu. Ísland mætir svo Nígeríu í 22. júní í Volgograd og Króatíu 26. júní í Rostov.

Eftir dráttinn sagðist Illugi á Facebook hafa klikkað að leggja undir. Stór mistök. En hverjar verða lottótölurnar á morgun?

Þið getið hætt að bíða eftir þessum þarna drætti í Rússlandi. Ísland fær Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Ég gæti líka sagt ykkur hvernig leikirnir enda, en það væri kannski ekki sanngjarnt.

Posted by Illugi Jökulsson on Föstudagur, 1. desember 2017

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing