Auglýsing

Ingvar verðlaunaður í Cannes – Valinn besti leikarinn

Íslenski leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í dag verðlaun sem besti leikarinn á Critics Week á Cannes kvikmyndahátíðinni sem fer fram þessa dagana, fyrir leik sinni í kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur.

Sjá einnig: Hvítur, hvítur dagur meðal mest umtöluðu mynda í Cannes

Kvikmyndin sem er nýjasta mynd Hlyns Pálmasonar, hefur hlotið mikið lof og fengið frábæra dóma hjá stærstu erlendu kvikmyndamiðlunum í framhaldi af frumsýningu sinni á Cannes kvikmyndahátíðinni í Frakklandi sem nú er haldin í 72.sinn.

Myndin fjallar um lögreglustjórann Ingimund sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Hann einbeitir sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst.

Hér að neðan má sjá viðtal á ensku við Ingvar um verðlaunin og myndina sem verður frumsýnd hér á landi 6. september næstkomandi.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing