Auglýsing

Innanríkisráðherra vill auka frelsi á leigubílamarkaði: Ólöf er hrifin af Uber

Ólöf Nordal innanríkisráðherra vill auka frelsi á leigubílamarkaði. Hún er hrifin af leigubílaþjónustunni Uber. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Sjá einnig: Örskýring um leigubílaþjónustuna Uber

Uber hefur safnað nægilega mörgum undirskriftum til þess að hefja þjónustu sína í Reykjavík. Fyrirtækið á enga bíla og eng­ir bílstjórar starfa þar.

Uber tengir farþega og al­menna öku­menn sam­an í gegn­um app. Þar er hægt að panta bíl, fylgjast með staðsetningu hans og ganga frá greiðslu. Nú er nú hægt að skrá sig sem bíl­stjóra í Reykjavík á vef Uber.

Ólöf segist í Fréttablaðinu ekki vera komin af stað með að skoða Uber-fyrirkomulagið en segir sjálfsagt að gera það.

Ég hef fylgst með Uber-flæðinu í útlöndum og er hrifin af því. Ég er þó ekki komin neitt af stað með að skoða það og veit ekki hvort það verði gert.

Ástgeir Þor­steins­son, formaður bif­reiðastjóra­fé­lags­ins Frama, sagði í samtali við mbl.is í desember í fyrra að fyr­ir­komu­lagið fari gegn gild­andi lög­um.

„Það gilda hér ákveðin lög um leigu­bif­reiðar og það er ekk­ert hægt að fjölga þeim ef manni dett­ur í hug en þá er spurn­ing hvort þetta fari út í ólög­lega starf­semi,“ sagði hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing