Auglýsing

Innbrotahrina í geymslur fjölbýlishúsa á höfuðborgarsvæðinu: Býrð þú í blokk?

Samkvæmt heimildum Nútímans er mikil innbrotahrina nú í gangi á höfuðborgarsvæðinu og virðast þessir glæpamenn einbeita sér að geymslum stórra fjölbýlishúsa. Nútíminn ræddi við starfsmann tjónadeildar ónefnds tryggingafyrirtækis hér á landi sem staðfesti þetta við miðilinn.

Þá eru fleiri upplýsingar sem renna stoðum undir heimildir Nútímans en það eru þær upplýsingar sem koma fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en undanfarna daga hafa innbrot í geymslur verið áberandi í færslum embættisins.

Í gærdag var til að mynda tilkynnt um innbrot í geymslur í Breiðholti. Ekki fylgir færslunni hverju var stolið en ljóst er að íbúar í fjölbýlishúsum þurfa að huga að eignum sínum, koma fleiri lásum á geymslur sínar og jafn vel setja upp einhvers konar þjófavarnakerfi.

Hvað önnur verkefni varðar þá eru tveir sem gista fangageymslur lögreglu og voru þeir handteknir á liðinni vakt sem náði frá 05:00 í morgun og til 17:00 í gærdag. Einn aðili var handtekinn grunaður um sölu fíkniefna og peningaþvætti og er hann einn af þeim sem nú situr í klefa.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing