Auglýsing

Innbrotsþjófar náðust á myndavél í Grafarholti

Ljósmyndir af tveimur mönnum brjótast inn í hús í Grafarholti fara nú eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla en þeir höfðu á brott með sér tölvur, sjónvörp, fatnað og fleira. Það er eigandi hússins, Jón Björn Eysteinsson, sem greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en vefmiðillinn DV tók hann tali í dag.

Hér sést hvar einn mannanna ber sjónvarp út úr húsinu.

„Þessum gæjum er skítasama þó að þeir séu fyrir framan myndavél allan tímann. Þeir skanna hverfið og sjá þarna álitlegan glugga, ég held að það sé málið. Það er gott að fólki í hverfinu átti sig á alvarleika málsins, fólk gangi vel frá sínu og fylgist með sínum eignum,“ segir Jón Björn í samtali við DV.

Þá kemur fram í frétt DV að innbrotið hafi verið framið á milli 10 og 11 á miðvikudagsmorguninn í síðustu viku en uppgötvaðist ekki fyrr en á föstudagskvöldið. „Hann kemur ekki heim, strákurinn, fyrr en á föstudagskvöld og þá hafa liðið tveir sólarhringar. Í rauninni fór ég bara í lögregluna í gær. Ég er með allt nema bílnúmerið í eftirlitsmyndavélinni, en hann er auðþekkjanlegur, þetta er Audi Station árgerð 2005 til 2008.

Fólk er beðið um að hafa samband við lögreglu ef það þekkir mennina.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing