Auglýsing

Innbrotsþjófur reyndi að hlaupa undan laganna vörðum

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu handtóku einstakling er hann reyndi að brjótast inn í miðborg Reykjavíkur. Þegar innbrotsþjófurinn varð var við lögreglumennina þá reyndi hann að komast undan á hlaupum en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá náði hann ekki að hlaupa langt eða „stuttan sprett“ eins og embættið orðaði það. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þá var tilkynnt um rúðubrot í miðborginni en þar hafði steinum verið kastað í gegnum rúður á heimili.

Tíu ökumenn voru svo stöðvaðir vegna ýmist gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, áfengis eða hvoru tveggja.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing