Fyrirsætan Christy Teigen birti þessa mynd á Instagram í gær:
Myndin var fljótlega tekin niður þar sem hún þótti brjóta skilmála Instagram. Karlmönnum er frjálst að birta myndir af sér berum að ofan á samfélagsmiðlinum en ekki konum.
Myndin er úr umfjöllun tímaritsins W um fyrirsætur á samfélagsmiðlum. Eftir að hún var tekin niður birti fyrrisætan nokkrar breyttar útgáfur af myndinni sem voru einnig teknar niður af ritskoðunarvélmenni Instagram.
Hún reyndi að birta myndina sem teikningu
Og öðruvísi teikningu
Og einhvers konar olíumálverk
En allar voru teknar niður.
Stjörnur á borð við Miley Cyrus og Rihanna hafa orðið fyrir barðinu á ritskoðunartilburðum Instagram og farið í tímabundin bönn. Scout Willis, dóttir Bruce Willis og Demi Mo0re ýtti #FreeTheNipple-herferðinni duglega af stað eftir að Instagram ritskoðaði mynd frá henni.
Chrissy Teigen gefst þó ekki upp og boðaði endurkomu geirvörtunnar á Twitter.
the nipple has been temporarily silenced but she will be back, oh yes, she will be back
— christine teigen (@chrissyteigen) June 29, 2015