Auglýsing

Instagram fjarlægði brjóstamynd af Chrissy Teigen en hún birti myndina aftur og aftur

Fyrirsætan Christy Teigen birti þessa mynd á Instagram í gær:

Myndin var fljótlega tekin niður þar sem hún þótti brjóta skilmála Instagram. Karlmönnum er frjálst að birta myndir af sér berum að ofan á samfélagsmiðlinum en ekki konum.

Myndin er úr umfjöllun tímaritsins W um fyrirsætur á samfélagsmiðlum. Eftir að hún var tekin niður birti fyrrisætan nokkrar breyttar útgáfur af myndinni sem voru einnig teknar niður af ritskoðunarvélmenni Instagram.

Hún reyndi að birta myndina sem teikningu

enhanced-32736-1435633853-8

Og öðruvísi teikningu

enhanced-7286-1435633755-2

Og einhvers konar olíumálverk

enhanced-29359-1435633725-7

En allar voru teknar niður.

Stjörnur á borð við Miley Cyrus og Rihanna hafa orðið fyrir barðinu á ritskoðunartilburðum Instagram og farið í tímabundin bönn. Scout Willis, dóttir Bruce Willis og Demi Mo0re ýtti #FreeTheNipple-herferðinni duglega af stað eftir að Instagram ritskoðaði mynd frá henni.

Chrissy Teigen gefst þó ekki upp og boðaði endurkomu geirvörtunnar á Twitter.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing