Auglýsing

Internetið missir sig úr gleði yfir því að ASOS fjarlægi ekki slitför af fyrirsætum í baðfötum

Internetið er að missa sig úr gleði yfir því að vefverslunin ASOS noti myndir sem sýna slitför á fyrirsætum. Hugbúnaður á borð við Photoshop hefur ekki verið notaður til að fjarlægja slitförin og á Twitter er versluninni hrósað fyrir hampa náttúrulegu útliti og fjölbreyttum líkömum.

Fjallað er um málið á vef breska dagblaðsins The Independent. Þar kemur fram að ánægðir viðskiptavinir séu hreinlega að springa úr gleði yfir framtakinu og að ASOS sé hrósað í hástert fyrir að senda þessi jákvæðu skilaboð út í samfélagið.

„Magnað að ASOS sé ekki að fjarlægja slitför af fyrirsætunum sínum. Hún lítur stórkostlega út,“ er haft eftir einum notanda á Twitter sem hefur fengið um 165 þúsund læk á tístið sitt.

„Sjáið hvað þær eru fallegar,“ segir annar notandi á Twitter og annar bætir við að hún voni að þetta verði til þess að fólk líti svo á að „náttúrulegt sé venjulegt“.

https://twitter.com/caitlinnaughts/status/880498898233643008?ref_src=twsrc%5Etfw&ref_url=http%3A%2F%2Fwww.independent.co.uk%2Flife-style%2Ffashion%2Fasos-model-stretchmarks-untouched-photos-praise-beautiful-normal-photoshop-a7816611.html

Þá hefur ASOS verið hrósað fyrir að bjóða upp á betra úrval af baðfötum í öllum stærðum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing