Tíst pars sem fór frá Írlandi til Bretlands til að fara í fóstureyðingu hafa vakið mikla athygli. Það valdi að segja frá ferðinni og ferlinu á Twitter til að vekja athygli á stöðu þeirra Íra sem kjósa að fara í fóstureyðingu en þær eru í langflestum tilvikum ólöglegar í landinu.
Parið tísti undir notendanafninu Heartbroken&Punished og notuðu myllumerkið #ItsTimeToRepeal, eða #ÞaðErKominnTímiTilAðAfnema og vísuðu þar í írsk lög um fóstureyðingar.
Parið ákvað að gangast undir fóstureyðingu eftir að læknir greindi þeim frá því að barnið þeirra myndi líklega deyja fáum klukkustundum eftir fæðingu vegna veikinda.
Í frétt CNN kemur fram að þetta hafi verið ákvörðun sem þau hefðu aldrei viljað taka eða deila með öðrum. Þau ákváðu þó að gera það til að vekja athygli á stöðu þeirra og annarra á Írlandi. Á síðasta ári fór 3.451 írsk kona til Englands og Wales til að fara í fóstureyðingu.
Parið fékk jákvæð viðbrögð við frásögninni á Twitter og segir það að viðbrögðin hafi komið þeim á óvart. Þau segja að það sé kominn tími til að treysta konum fyrir þeirra eigin líkama.
Þau luku frásögninni með þessu tísti:
Ferðin okkar er næstum á enda, engillinn okkar kemur heim með okkur
Our journey is almost over, our angel is coming home with us & will be laid to rest where we can watch over them forever.. #itstimetorepeal
— Heartbroken&Punished (@itstimetorepeal) November 10, 2016