Samkeppnin milli Icelandair og WOW Air er hörð. Svo hörð að Skúli Mogensen, forstjóri WOW, nýtir reglulega tækifærið til að skjóta aðeins á Icelandair.
Í maí í fyrra sagðist hann til dæmis ekki botna í af hverju Icelandair væri með gamlar þotur að nýjar þotur sem eru væntanlegar taki færri farþegar en þær sem fyrir eru.
„Ég botna ekkert í flotastefnu Icelandair, hvorki að halda áfram að taka inn tuttugu ára gamlar vélar í núverandi árferði né að fjárfesta í þotum sem rúma færri farþega en vélarnar sem fyrir eru,“ sagði hann á vefnum Túristi.is.
Rólegur
Skúli var svo í viðtali í Eyjunni á ÍNN í febrúar. Þar sagði hann að WOW yrði sennilega stærra en Icelandair á næsta ári. Og að það væri ekkert rosalega stórt markmið. Þannig séð.
„Ég tel verulegar líkur á því að við verðum með fleiri farþega en Icelandair strax á næsta ári. Það er hins vegar ekkert markmið í sjálfu sér að verða stærri en Icelandair,“ sagði hann.
„Ég hef látið það líka flakka að það er ágætt að stefna að því að verða Íslandsmeistari en ég hef miklu meiri áhuga á að verða heimsmeistari. Þess vegna er ég að horfa á Norwegian með þeirra 155 vélar og þeir verða með 178 vélar á næsta ári.“
Rólegur!
Í gær bárust svo fréttir af því að Icelandair hafi sagt upp 115 flugmönnum. Í viðtali við Morgunblaðið sagðist Skúli glaður „bjóða þessu ágæta fólki vinnu“. Hann mátti svo til með að bæta við: „Svo framarlega sem það standist hæfniskröfur okkar.“