Auglýsing

Ísland loksins aftur hærra en Svíþjóð

Íslendingar geta tekið gleði sinni á ný því Ísland er loksins aftur orðið hærra en Svíþjóð. Hæsta fjall Svíþjóðar, Kebnekaise, hefur lækkað vegna hitabygljunnar sem hefur verið þar í sumar að því er kemur fram á Mbl og í sænskum fjölmiðlum.

Syðri tindur fjallsins Kebnekaise og jafnframt sá hærri hefur farið ansi illa út úr hitabygljunni sem hefur verið viðloðandi Svíþjóð síðustu mánuði. Tindurinn, sem allajafna hefur verið talinn 2.111 metra hár, var endurmældur nú í sumar og er nú aðeins 2.097,5 metrar. Tindurinn er því 13,5 metrum lægri en talið var og von er á að hann hopi enn frekar. Nyrðri tindur fjallsins gæti þá staðið uppi sem hæsti tindur Svíþjóðar, en hann er aðeins hálfum metri lægri en sá syðri.

Lækkunin veldur því að Öræfajökull, hæsta fjall Íslands, er aftur orðið stærra en Kebnekaise sem gleður eflaust marga Íslendinga. Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli var allt frá árinu 1904 talinn 2.119 metra hár þar til Landmælingar Íslands endurmældu tindinn árið 2005.

Þá kom í ljós að tindurinn var níu metrum lægri eða 2.110 metrar og því metra lægra en það sænska, allt þar til nú þegar Kebnekaise hefur verið endurmælt. Ísland er því hærra en Svíþjóð þar til annað kemur í ljós.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing