Auglýsing

Ísland sæti fyrir neðan Kyrgyzstan á lista yfir úrval af efni á Netflix

Ísland er sæti fyrir neðan Kyrgyzstan á lista yfir úrval á efni á Netflix. Þetta kemur fram í umfjöllun vefsins Exstreamist.com en listann í fullri lengd má finna hér. Bandaríkin eru í efsta sæti listans og úrvalið á Norðurlöndunum er talsvert betra en á Íslandi.

Sjá einnig: Netflix-notendum á Íslandi fjölgar um 100%, þriðjungur þjóðarinnar með aðgang

Þriðjungur Íslendinga búa á heimili með áskrift hjá Netflix og 7,5 prósent til viðbótar ætla að kaupa áskrift á næstu sex mánuðum. Þetta eru niðurstöður könnunar sem MMR framkvæmdi í janúar. Íslendingum með aðgang að þjónustunni hefur fjölgað úr 55 þúsund í 110 þúsund eftir að opnað var fyrir þjónustuna um allan heim í janúar.

Þúsundir Íslendinga voru með áskrift að Netflix í gegnum krókaleiðir. Það var gert með því að breyta svokölluðum DNS-stillingum í græjum á borð við Apple TV og blekkja þannig þjónustuna þannig að það líti út fyrir viðkomandi væri að kaupa áskrift í Bandaríkjunum eða öðru landi þar sem þjónustan var í boði.

Í umfjöllun Extreamist kemur fram að 180 þættir og 777 kvikmyndir séu í boði á íslenskri útgáfu Netflix. Ísland er í 106 sæti listans. Í sætinu fyrir ofan er Kyrgyzstan, sex milljón manna ríki, með 327 þætti og 968 kvikmyndir.

Úrvalið á hinum Norður­lönd­un­um er betra. Dan­mörk sit­ur í 52. sæti með samtals 2.140 titla, Nor­eg­ur í 53. sæti með samtals 2.124 titla, Svíþjóð í 54. sæti með samtals 2.120 titla og Finn­land í 55. sæti með samtals 2.096 titla.

Samtals 5.750 titlar eru í boði á bandaríska Netflix, sem trónir á toppi listans.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing