Ísland er úr leik á HM í fótbolta í Rússlandi eftir tap fyrir Króatíu í kvöld, 2-1. Leikurinn var fjörugur og mörkin hefðu getað orðið miklu fleiri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslands úr víti í seinni hálfleik.
Ísland hóf leik á HM með því að gera 1-1 jafntefli við Argentínu laugardaginn 16. júní. Ísland tapaði svo fyrir Nígeríu, 2-0, föstudaginn 22. júní og tapaði svo fyrir Króatíu í síðasta leik sínum á mótinu í kvöld.
Á sama tíma vann Argentína Nígeríu og komst áfram í 16 liða úrslit ásamt Nígeríu.