Auglýsing

Ísland þarf að treysta á Króatíu eftir tap gegn Serbíu

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti Serbíu í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í Króatíu í kvöld. Jafnt var á öllum tölum frá fyrstu mínútu en að lokum voru það Serbar sem sem unnu frækinn sigur 29-26. Úrslitin þýða að Ísland þarf að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð til að komast áfram.

Guðjón Valur Sigurðsson dró vagninn og var markahæstur í liði Íslands í leiknum með 8 mörk. Ísland var fyrir leik kvöldsins í 3. sæti A-riðils með 2 stig eftir sigur á Svíum og tap á móti Króatíu.

Þrjú lið af fjórum komast áfram í milliriðla og liðin taka með sér stigin sem þau unnu sér inn gegn öðrum liðum sem komust áfram upp úr riðlinum. Það þýðir að Ísland fer áfram með tvö stig í milliriðil takist Króatíu að vinna Svía í leik sem hefst klukkan 19:30.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing